Stuðningsmenn mínir í framboði mínu til formanns Framsóknarflokksins hafa gefið út bækling undir heitinu Fram til nýrrar sóknar. Á forsíðunni er þessi tilvitnun í inngangsorð mín:„Ég býð mig fram til formanns Framsóknarflokksins sem málsvari breytinga og endurnýjunar í krafti skýrrar stefnu. Flokksmenn sameinast um málefni og þeir sameinast um formann sem þeir treysta til að framfylgja stefnunni. Í hreyfingu sem heldur í heiðri lýðræðisleg gildi er forystan bundin af vilja fjöldans, því er ekki öfugt farið. Með samvinnu og samstöðu flokksmanna eru okkur allir vegir færir.“
Í bæklingnum er farið stuttlega yfir hugmyndir mínar um samvinnu, skuldbreytingu heimila, velferðarmál, atvinnumál, aukið lýðræði í flokknum og á landsvísu og umsókn um aðild að ESB.
Með bæklingnum vildi ég leggja mitt af mörkum til málefnalegs undirbúnings Framsóknarflokksins. Nauðsynlegt er að skýr stefnumörkun liggi fyrir að loknu flokksþingi okkar - og að okkur auðnist að leggja fram lausnir. Þær þurfa að taka mið af því að fólk, almenningur, sitji í fyrirrúmi.
Í bæklingnum er farið stuttlega yfir hugmyndir mínar um samvinnu, skuldbreytingu heimila, velferðarmál, atvinnumál, aukið lýðræði í flokknum og á landsvísu og umsókn um aðild að ESB.
Með bæklingnum vildi ég leggja mitt af mörkum til málefnalegs undirbúnings Framsóknarflokksins. Nauðsynlegt er að skýr stefnumörkun liggi fyrir að loknu flokksþingi okkar - og að okkur auðnist að leggja fram lausnir. Þær þurfa að taka mið af því að fólk, almenningur, sitji í fyrirrúmi.
Hægt er að lesa bæklinginn á netinu með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.
Fram til nýrrar sóknar! (pdf)
