Saturday, January 17, 2009

Fram til nýrrar sóknar!

Stuðningsmenn mínir í framboði mínu til formanns Framsóknarflokksins hafa gefið út bækling undir heitinu Fram til nýrrar sóknar. Á forsíðunni er þessi tilvitnun í inngangsorð mín:

„Ég býð mig fram til formanns Framsóknarflokksins sem málsvari breytinga og endurnýjunar í krafti skýrrar stefnu. Flokksmenn sameinast um málefni og þeir sameinast um formann sem þeir treysta til að framfylgja stefnunni. Í hreyfingu sem heldur í heiðri lýðræðisleg gildi er forystan bundin af vilja fjöldans, því er ekki öfugt farið. Með samvinnu og samstöðu flokksmanna eru okkur allir vegir færir.“

Í bæklingnum er farið stuttlega yfir hugmyndir mínar um samvinnu, skuldbreytingu heimila, velferðarmál, atvinnumál, aukið lýðræði í flokknum og á landsvísu og umsókn um aðild að ESB.

Með bæklingnum vildi ég leggja mitt af mörkum til málefnalegs undirbúnings Framsóknarflokksins. Nauðsynlegt er að skýr stefnumörkun liggi fyrir að loknu flokksþingi okkar - og að okkur auðnist að leggja fram lausnir. Þær þurfa að taka mið af því að fólk, almenningur, sitji í fyrirrúmi.

Hægt er að lesa bæklinginn á netinu með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

12 comments:

  1. Palli

    Ekkert á móti þér persónulega.
    Framsóknarflokkurinn á hins vegar ekkert erindi lengur í ríkisstjórn eftir allt það tjón, hrunið núna, sem er afleiðing ríkisstjórnarsamstarfs hans við Sjálfstæðisflokksins.

    Framsókn hefur ekki gert upp þann tíma og ábyrgð sína sem hækja X-D. Helmingaskipti ykkar með bankanna og allir þeir bitlingar sem flokksmenn ykkar hafa þegið fyrir það eitt að vera í flokknum (T.d. Finnur Ingólfsson) er hreinn og klár þjófnaður.

    Meðan þið hvorki viljð né getið séð þetta og gengist við fortíð ykkar og ábyrgð þá mun þjóðin hafan ykkur áfram.

    Góðar stundir.

    ReplyDelete
  2. Framsókn er að gera upp þann tíma og Páll talar fyrir því að það verði gert. En er Sjálfstæðisflokkurinn að gera það? Síðast þegar ég gáði var hann við völd í umboði Samfylkingarinnar.

    ReplyDelete
  3. Veistu kallinn minn að þetta er bara lyðskrum. Hvernig dettur þér í hug að almenningur sé svona heimskur? Þið stóðuð vaktina öll þessi ár og okkur dettur ekki í hug eina mínútu að færa ykkur völdin aftur.
    SVO vitlaus erum við ekki

    ReplyDelete
  4. En þið klikkuðuð á því að standa vaktina þegar það skipti mestu máli og þess vegna er allt komið í kaldakol. SVO vitlaus voruð þið.

    ReplyDelete
  5. framsóknarflokkurinn er æxli, sem ætti að skera af þjóðinni sem fyrst

    ReplyDelete
  6. ... hmmm hvernig skuldbreytir maður heimilum...

    ReplyDelete
  7. Thu Pall berd stora abyrgd a thvi ad Finnur Ingolfsson gat stolid ollum thessum peningum!!!! thad yrdi bara gott hja ykkur ad thu myndir vinna thvi tha vaeri hann kominn aftur med strengjabrudu sem hann gaeti beitt fyrir sig og sina GOSI!!! og enginn myndi vilja hugsa ser ad kjosa framsokn aftur sem er bara frabaert.

    ReplyDelete
  8. Anonymous kl. 1:19

    Já það er sko rétt hjá þér. En við munum og höfum lært og látum ekki blekkjast meir. Loksins tókst að opna augu þjóðarinnar.

    ReplyDelete
  9. Já Skera æxlið BURT!!
    Aldrei aftur Framsókn!!ALDREI!!

    ReplyDelete
  10. „Ég býð mig fram til formanns Framsóknarflokksins sem málsvari breytinga og endurnýjunar". Halló, þú ert búinn að maka krókinn í nefndum og ráðum í 20 ár, auk þess að vera stefnumótunaðili tveggja vertu ráðherra sem setið hafa á valdastóli. Málsvari breytinga, kannski rétt á meðan beðið er niðurstöðu úr atkvæðatalningu.

    ReplyDelete
  11. Ef þú sæll í stólinn sest
    Siðleysið mun ríkja
    Að líkindum þér lætur best
    að ljúga, stela, svíkja.

    ReplyDelete
  12. Það var mjög illa farið með góðan dreng í dag, sem og síðustu daga. Sá að nýr formaður kvartar á sínu bloggi yfir slúðri og ósannindum. Hvað mátt þú þá segja?
    Gangi þér sem best í framtíðinni.

    ReplyDelete