Tuesday, January 6, 2009

Velkominn Guðmundur!

Fréttablaðið greinir frá því í morgun að Guðmundur Steingrímsson hafi gengið til liðs við Framsóknarflokkinn og þar með sagt skilið við Samfylkinguna. Þetta eru góðar fréttir fyrir framsóknarfólk. Ekki síður er ánægjulegt að sjá eftir Guðmundi haft að hann hafi áhuga á því að taka þátt í endurreisnarstarfinu sem hafið er innan flokksins.

Ég þekki Guðmund frá háskólaárunum og starfinu innan Röskvu og þykist vita að honum á eftir að ganga vel í sínum störfum innan Framsóknarflokksins. Hann verður innan skamms tíma einn af fremstu mönnum í flokknum enda á hann það ekki langt að sækja.

Ég hef trú á því að fleiri en Guðmundur skynji þau sóknarfæri sem Framsóknarflokkurinn hefur nú um stundir.

6 comments:

  1. Haha. Þið eruð svo mikil krútt þið Framsóknarfólk!

    ReplyDelete
  2. Já það er um að gera að hygla syni Steingríms!

    ReplyDelete
  3. Tek undir með þér páll að þetta er hið allra besta mál. Velkominn Guðmundur.

    ReplyDelete
  4. Við hlökkum til að sjá hvernig framhaldið verður, örugglega koma fleiri. Það er bullandi ónánægja allstaðar, nú er lag fyrir nýtt fólk að leiða saman hesta sína og vinna þessari þjóð gang. Gangi þér sem best í þessu krefjandi verkefni. Ég dáist að kraftinum í þér, Solla

    ReplyDelete
  5. Það er þörf fyrir gott fólk í Framsóknarflokkinn. Tek undir með Páli að bjóða Guðmund velkominn.

    ReplyDelete
  6. Hver vegjur að heiman er vegurinn heim! Þetta var bara spurning um tíma. Drengurinn á eftir að láta að sér kveða innan flokks föður og afa síns. Kannski var hann bara í æfingabúðum hjá Samfylkingunni. Augljós sóknarfæri hjá Framsókn með ungum mönnum sem vilja byggja upp frá grunni. Sósíalisminn er jú hruninn, kapítalisminn einni en klassísk samvinnustefna á miðju sjónarmálanna ætti að eiga framtíð fyrir sér. Páll, Sigmundur og Höskuldur eru allt góðir kostir, mjög efnilegir menn, en Páll með mesta reynslu þeirra. Vonandi bera þessir ungu menn gæfu til að vinna af heilindum saman að loknu formannskjöri. Þá ætti Framsókn að ná opnum sínum svo um munar. - Fyrrum Frammari sem kynni að vera á leið "heim" einnig

    ReplyDelete