Ríkisskattstjóri segir í fréttum RÚV að enginn vafi leiki á því að ótilgreindum milljörðum króna hafi verið komið undan til aflandseyja fyrir hrun bankanna og Stöð 2 segir að efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjórans rannsaki grunsamlegar millifærslur upp á hundrað milljarða króna frá Kaupþingi á Íslandi inn á erlenda bankareikninga.
Stórfelldur útflutningur á fjármunum úr bönkunum getur ekki hafa verið á vitorði bara eins eða tveggja innan bankanna. Fleiri hafa búið yfir slíkri vitneskju og þagað - þangað til fyrir hálfum mánuði, ef trúa má fréttunum. Stjórnendur nýju bankanna voru flestir stjórnendur í gömlu bönkunum. Hversu trúverðug er rannsókn á aðdraganda hrunsins á fjármálamarkaði án aðkomu óháðra aðila með yfirgripsmikla þekkingu á bankaviðskiptum á alþjóðavettvangi?
Almenningur ber byrðarnar og ætlast til þess að málin verði upplýst. Ég hef lagt til og sé ástæðu til að ítreka það að erlendir sérfræðingar, sem hvorki tengjast íslenskum stjórnmálaflokkum, bönkum eða viðskiptamönnum, verði fengnir til að stýra rannsókn um hrunið og einnig til að hafa eftirlit með rekstri nýju bankanna.
Stjórnvöld hafa hag af því ekki síður en almenningur. Þau liggja eðlilega undir ámæli um að hafa gripið seint og illa inn í atburðarásina.
Sunday, December 28, 2008
Saturday, December 27, 2008
Keisari án klæða
Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra, formanns Samfylkingarinnar, segir Stefán Jóhann Stefánsson, varaborgarfulltrúa flokksins, „sýna þekkingarleysi á sögu og stefnu Samfylkingarinnar“ þegar hann gagnrýnir flokkinn sinn fyrir að fara á svig við eigin lýðræðislegar reglur og láta undir höfuð leggjast að afla sér umboðs til að hefja viðræður um aðild að ESB.
Ég er einn af þeim sem hef lagt út af orðum varaborgarfulltrúans sem mætti ætla að vissi um hvað hann væri að tala, innmúraður Samfylkingarmaður og sérstakur fulltrúi flokksins í starfshópi um markmið aðildarsamninga. Ég las því „leiðréttingu“ Kristrúnar gaumgæfilega en sé að efnisatriðunum í málflutningi Stefáns Jóhanns er hvergi mótmælt, aðeins látið í það skína að hann sé ólæs á sögu og stefnu flokksins.
Þótt Kristrúnu hafi verið sigað að hætti hússins til að ófrægja og þannig þagga niður í óþægilegri gagnrýnisrödd innan flokksins, er ekkert í „leiðréttingunni“ úr utanríkisráðuneytinu sem hnekkir því sem Stefán Jóhann hefur sagt. Forysta Samfylkingarinnar er umboðslaus og getur ekki gengið til samninga um aðild að Evrópusambandinu án þess að brjóta samráðsreglur innan flokksins sem settar hafa verið með lýðræðislegum hætti.
Samfylkingin hélt útsölu á stefnumálum sínum þegar hún myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Allt var falt fyrir völdin. Hafi Framsóknarflokkurinn verið hækja, þá er Samfylkingin skækja. Núna fyrst, þegar ríkisstjórnin er búin að æsa þjóðina upp á móti sér með vítaverðum lausatökum á efnahagsmálunum og allt er komið í kaldakol, reynir forysta Samfylkingarinnar að bíta frá sér með Evrópumálunum. Í slíkri varnarbaráttu fórnar forystan peði á borð við varaborgarfulltrúa eins og að drekka vatn, einkum þegar hann dirfist að benda á hið augljósa, að keisarinn sé án klæða.
Ég er einn af þeim sem hef lagt út af orðum varaborgarfulltrúans sem mætti ætla að vissi um hvað hann væri að tala, innmúraður Samfylkingarmaður og sérstakur fulltrúi flokksins í starfshópi um markmið aðildarsamninga. Ég las því „leiðréttingu“ Kristrúnar gaumgæfilega en sé að efnisatriðunum í málflutningi Stefáns Jóhanns er hvergi mótmælt, aðeins látið í það skína að hann sé ólæs á sögu og stefnu flokksins.
Þótt Kristrúnu hafi verið sigað að hætti hússins til að ófrægja og þannig þagga niður í óþægilegri gagnrýnisrödd innan flokksins, er ekkert í „leiðréttingunni“ úr utanríkisráðuneytinu sem hnekkir því sem Stefán Jóhann hefur sagt. Forysta Samfylkingarinnar er umboðslaus og getur ekki gengið til samninga um aðild að Evrópusambandinu án þess að brjóta samráðsreglur innan flokksins sem settar hafa verið með lýðræðislegum hætti.
Samfylkingin hélt útsölu á stefnumálum sínum þegar hún myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Allt var falt fyrir völdin. Hafi Framsóknarflokkurinn verið hækja, þá er Samfylkingin skækja. Núna fyrst, þegar ríkisstjórnin er búin að æsa þjóðina upp á móti sér með vítaverðum lausatökum á efnahagsmálunum og allt er komið í kaldakol, reynir forysta Samfylkingarinnar að bíta frá sér með Evrópumálunum. Í slíkri varnarbaráttu fórnar forystan peði á borð við varaborgarfulltrúa eins og að drekka vatn, einkum þegar hann dirfist að benda á hið augljósa, að keisarinn sé án klæða.
Tuesday, December 23, 2008
ESB í nösunum á Samfylkingunni
Innmúraður Samfylkingarmaður upplýsir í dag að innganga í ESB sé bara í nösunum á forystumönnum flokksins. Samfylkingin hafi samþykkt í póstkosningu árið 2002 að skilgreina samningsmarkmið áður en sótt yrði um aðild en þeirri vinnu hafi ekki verið sinnt í 6 ár!
Stefán Jóhann Stefánsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, gefur Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri rækilega utan undir í Morgunblaðsgrein: „Öfugt við það sem ýmsir forystumenn halda fram er Samfylkingin því ekki í stakk búin til að styðja umsókn um aðild að ESB ef hún ætlar að virða sínar eigin lýðræðislegu samþykktir.“
Fyrir utan afskiptaleysið um málefnið í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins hefur forysta Samfylkingarinnar gerst sek um margra ára sinnuleysi um Evrópumálin. Samfylkingin virtist hafa frumkvæði í Evrópumálunum þegar flokksbroddar hennar höfðu sem hæst í stjórnarandstöðu en Stefán Jóhann hefur afhjúpað sína eigin menn sem marklausa froðusnakka.
Ég hef lagt áherslu á Evrópumálin innan Framsóknarflokksins og tel rétt að láta reyna á aðildarumsókn með tilliti til hagsmuna Íslands og Íslendinga. Ég hef stundum verið spurður hvers vegna Framsóknarflokkurinn ætti að taka Evrópumálin upp á arma sína, hvort atkvæðinu væri þá ekki jafnvel varið á Samfylkinguna. Mitt svar hefur m.a. verið að við látum verkin tala – erum t.a.m. búin að skilgreina samningsmarkmiðin. Nú þarf ekki að taka bara orð mín fyrir því lengur, þegar meira að segja Samfylkingarmennirnir sjálfir benda á að Evrópustefna Samfylkingarinnar sé orðin tóm.
Við lestur greinarinnar eftir varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar læðist að mér sá grunur að Evrópusambandsaðild hafi aldrei átt að vera annað en Potemkín-tjöld til að laða Evrópusinnaða kjósendur að flokknum á fölskum forsendum. Framkvæmdastjórn flokksins skipaði Stefán Jóhann í starfshóp um samningsmarkmiðin en hópurinn hefur aldrei komið saman þrátt fyrir að fulltrúar hans hafi ítrekað óskað eftir því.
„Enn hefur engin sjáanleg vinna farið fram um samningsmarkmiðin meðal flokksmanna með þeim hætti sem samþykkt var í póstkosningunni 2002 og áréttað í landsfundarsamþykktum eftir það. Þjóðin veit því enn ekkert um hvað Samfylkingin vill semja, þ.e. hver stefna hennar sem flokks er þegar kæmi að því að semja. Í hálfan áratug hefur það verið látið hjá líða að skilgreina samningsmarkmiðin.“
Ólíkt Samfylkingarforystunni er mér fyllsta alvara þegar ég segi að stjórnvöld verði hið fyrsta að leggja fram umsókn um aðild að ESB. Íslenska krónan á sér ekki framtíð og engar aðrar leiðir virðast færar en að taka evru upp sem gjaldmiðil að undangenginni aðild að ESB. Mikilvægt er hins vegar að markmið Íslendinga í samningsviðræðum séu skýr og samningur verði lagður undir þjóðaratkvæði. Ákvörðun um umsókn mun eyða óvissu í gjaldmiðilsmálum og auka trúverðugleika Íslands á alþjóðavettvangi. Þannig munum við enn fremur styrkja allt eftirlit á fjármálamarkaði sem ekki er vanþörf á í ljósi atburða þessa árs.
Stefán Jóhann Stefánsson, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, gefur Ingibjörgu Sólrúnu og Össuri rækilega utan undir í Morgunblaðsgrein: „Öfugt við það sem ýmsir forystumenn halda fram er Samfylkingin því ekki í stakk búin til að styðja umsókn um aðild að ESB ef hún ætlar að virða sínar eigin lýðræðislegu samþykktir.“
Fyrir utan afskiptaleysið um málefnið í ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins hefur forysta Samfylkingarinnar gerst sek um margra ára sinnuleysi um Evrópumálin. Samfylkingin virtist hafa frumkvæði í Evrópumálunum þegar flokksbroddar hennar höfðu sem hæst í stjórnarandstöðu en Stefán Jóhann hefur afhjúpað sína eigin menn sem marklausa froðusnakka.
Ég hef lagt áherslu á Evrópumálin innan Framsóknarflokksins og tel rétt að láta reyna á aðildarumsókn með tilliti til hagsmuna Íslands og Íslendinga. Ég hef stundum verið spurður hvers vegna Framsóknarflokkurinn ætti að taka Evrópumálin upp á arma sína, hvort atkvæðinu væri þá ekki jafnvel varið á Samfylkinguna. Mitt svar hefur m.a. verið að við látum verkin tala – erum t.a.m. búin að skilgreina samningsmarkmiðin. Nú þarf ekki að taka bara orð mín fyrir því lengur, þegar meira að segja Samfylkingarmennirnir sjálfir benda á að Evrópustefna Samfylkingarinnar sé orðin tóm.
Við lestur greinarinnar eftir varaborgarfulltrúa Samfylkingarinnar læðist að mér sá grunur að Evrópusambandsaðild hafi aldrei átt að vera annað en Potemkín-tjöld til að laða Evrópusinnaða kjósendur að flokknum á fölskum forsendum. Framkvæmdastjórn flokksins skipaði Stefán Jóhann í starfshóp um samningsmarkmiðin en hópurinn hefur aldrei komið saman þrátt fyrir að fulltrúar hans hafi ítrekað óskað eftir því.
„Enn hefur engin sjáanleg vinna farið fram um samningsmarkmiðin meðal flokksmanna með þeim hætti sem samþykkt var í póstkosningunni 2002 og áréttað í landsfundarsamþykktum eftir það. Þjóðin veit því enn ekkert um hvað Samfylkingin vill semja, þ.e. hver stefna hennar sem flokks er þegar kæmi að því að semja. Í hálfan áratug hefur það verið látið hjá líða að skilgreina samningsmarkmiðin.“
Ólíkt Samfylkingarforystunni er mér fyllsta alvara þegar ég segi að stjórnvöld verði hið fyrsta að leggja fram umsókn um aðild að ESB. Íslenska krónan á sér ekki framtíð og engar aðrar leiðir virðast færar en að taka evru upp sem gjaldmiðil að undangenginni aðild að ESB. Mikilvægt er hins vegar að markmið Íslendinga í samningsviðræðum séu skýr og samningur verði lagður undir þjóðaratkvæði. Ákvörðun um umsókn mun eyða óvissu í gjaldmiðilsmálum og auka trúverðugleika Íslands á alþjóðavettvangi. Þannig munum við enn fremur styrkja allt eftirlit á fjármálamarkaði sem ekki er vanþörf á í ljósi atburða þessa árs.
Sunday, December 21, 2008
Háskólinn undir hnífinn – keyrt út af finnsku leiðinni
Ráðaleysi ríkisstjórnarinnar er algjört. Hún ætlar hvorki að taka ábyrgð á fortíðinni né á framtíðinni.
Þegar við blasir atvinnuleysi þúsunda í kjölfar bankahruns, sem ríkisstjórnin gat komið í veg fyrir hefði hún staðið vaktina, sker hún niður fjárframlög til Háskóla Íslands. Nú er svo komið að Háskólinn getur ekki tekið inn þá ríflega 1600 umsækjendur sem sóttu um háskólanám á vorönn. Samt höfðu stjórnvöld biðlað til háskólanna að taka við fleiri nemendum um áramótin vegna atvinnuástandsins.
„Niðurskurðurinn er talsvert meiri en við áttum von á og hlutfallslega meiri en hjá öðrum háskólum,“ segir Kristín Ingólfsdóttir í viðtali við Morgunblaðið á vefnum. „Þetta er gríðarlega sársaukafullt fyrir skólann. Við munum gera það sem við getum því við viljum mæta okkar samfélagslegu ábyrgð.“
Betur væri að fleiri viðurkenndu sína samfélagslegu ábyrgð eins og háskólarektor. Hvað ætlast ríkisstjórnin til að þessir umsækjendur um háskólanám geri, nú þegar búið er að mæla fyrir um milljarð króna niðurskurð hjá HÍ?
„Það segir sig sjálft að við getum ekki bæði tekið við kröfu um milljarð í niðurskurð og tekið við 1600 nýjum nemendum í skólann,“ segir Kristín. „Við þurfum að hugsa um gæði námsins því engum er greiði gerður með því að minnka kröfurnar. Að lokum værum við að gera samfélaginu grikk með því.“
Ýmsum stjórnarliðum, þar á meðal ráðherrum í ríkisstjórninni, hefur orðið tíðrætt um finnsku leiðina út úr kreppunni. Þar var stutt við vísindarannsóknir, tækniþróun og nýsköpun, myndaðir fyrirtækjaklasar og byggð upp þekkingarsetur. Við höfum farið finnsku leiðina að nokkru marki undanfarin ár en ríkisstjórnin var að beygja út af þeirri lið. Hún er komin út í móa.
Þegar við blasir atvinnuleysi þúsunda í kjölfar bankahruns, sem ríkisstjórnin gat komið í veg fyrir hefði hún staðið vaktina, sker hún niður fjárframlög til Háskóla Íslands. Nú er svo komið að Háskólinn getur ekki tekið inn þá ríflega 1600 umsækjendur sem sóttu um háskólanám á vorönn. Samt höfðu stjórnvöld biðlað til háskólanna að taka við fleiri nemendum um áramótin vegna atvinnuástandsins.
„Niðurskurðurinn er talsvert meiri en við áttum von á og hlutfallslega meiri en hjá öðrum háskólum,“ segir Kristín Ingólfsdóttir í viðtali við Morgunblaðið á vefnum. „Þetta er gríðarlega sársaukafullt fyrir skólann. Við munum gera það sem við getum því við viljum mæta okkar samfélagslegu ábyrgð.“
Betur væri að fleiri viðurkenndu sína samfélagslegu ábyrgð eins og háskólarektor. Hvað ætlast ríkisstjórnin til að þessir umsækjendur um háskólanám geri, nú þegar búið er að mæla fyrir um milljarð króna niðurskurð hjá HÍ?
„Það segir sig sjálft að við getum ekki bæði tekið við kröfu um milljarð í niðurskurð og tekið við 1600 nýjum nemendum í skólann,“ segir Kristín. „Við þurfum að hugsa um gæði námsins því engum er greiði gerður með því að minnka kröfurnar. Að lokum værum við að gera samfélaginu grikk með því.“
Ýmsum stjórnarliðum, þar á meðal ráðherrum í ríkisstjórninni, hefur orðið tíðrætt um finnsku leiðina út úr kreppunni. Þar var stutt við vísindarannsóknir, tækniþróun og nýsköpun, myndaðir fyrirtækjaklasar og byggð upp þekkingarsetur. Við höfum farið finnsku leiðina að nokkru marki undanfarin ár en ríkisstjórnin var að beygja út af þeirri lið. Hún er komin út í móa.
Thursday, December 18, 2008
Atvinnuleysið
Atvinnuleysið verður stóra málið á næsta ári. Nú eru tæplega níu þúsund án vinnu og reiknað er með að það verði milli tólf og fimmtán þúsund án vinnu upp úr miðju næsta ári. Stóra verkefni ð er að til verði ný störf.
Samt sjást engin merki um að ríkisstjórnarflokkarnir vinni að því. Engin frumvörp liggja fyrir þinginu sem snúa að fyrirtækjum og geta gert þeim auðveldara að ráðast í aukin umsvif. Fátt bendir til að ríkisstjórnin leggi eitthvað á sig til að fá erlenda fjárfesta til landsins – en sjálfsagt hefur aldrei verið jafn mikil þörf á því og nú.
Árið 1995 var mikið atvinnuleysi í landinu. Þá boðaði Framsóknarflokkuirnn 12.000 ný störf til aldamóta. Það tókst og rúmlega það. Nú þarf að koma með nýtt prógram sem miðar að sköpun nýrra starfa. Það verður að gerast á flokksþinginu í janúar.
Samt sjást engin merki um að ríkisstjórnarflokkarnir vinni að því. Engin frumvörp liggja fyrir þinginu sem snúa að fyrirtækjum og geta gert þeim auðveldara að ráðast í aukin umsvif. Fátt bendir til að ríkisstjórnin leggi eitthvað á sig til að fá erlenda fjárfesta til landsins – en sjálfsagt hefur aldrei verið jafn mikil þörf á því og nú.
Árið 1995 var mikið atvinnuleysi í landinu. Þá boðaði Framsóknarflokkuirnn 12.000 ný störf til aldamóta. Það tókst og rúmlega það. Nú þarf að koma með nýtt prógram sem miðar að sköpun nýrra starfa. Það verður að gerast á flokksþinginu í janúar.
Saturday, December 13, 2008
Einn maður – eitt atkvæði
Það þarf að auka lýðræði í landinu. Það er auðveldlega hægt að gera með aukinni þátttöku almennings í ákvarðanatöku, t.d. með almennum íbúakosningum, og einnig verður að auka vald Alþingis á kostnað framkvæmdavaldsins. Til að byrja með mætti flytja fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins úr ráðuneytinu og setja undir fjárlaganefnd þingsins. Þannig gæti löggjafinn staðið undir nafni og unnið fjárlögin sjálfur. Löggjafinn á auðvitað að vinna fjárlögin en framkvæmdavaldið að framfylgja þeim. Þess vegna er fjárlagaskrifstofan vistuð á röngum stað í dag.
Stjórnmálaflokkarnir ættu einnig að breyta sínu skipulagi í anda aukins lýðræðis. Færa sig fjær fulltrúalýðræðinu og auka vægi hins almenna flokksmanns. Ég hef talað fyrir því að Framsóknarflokkurinn geri slíkar breytingar á sinni skipan. Þannig hafi hver flokksmaður atkvæðisrétt á flokksþingi, allir taki þátt í vali á flokksforystu og kosið verði um stærstu stefnumál í beinni kosningu félagsmanna. Með því er lýðræði í flokksstarfi aukið og allir hafa jafnt vægi í anda samvinnuhugsjónar. Einn maður – eitt atkvæði.
Stjórnmálaflokkarnir ættu einnig að breyta sínu skipulagi í anda aukins lýðræðis. Færa sig fjær fulltrúalýðræðinu og auka vægi hins almenna flokksmanns. Ég hef talað fyrir því að Framsóknarflokkurinn geri slíkar breytingar á sinni skipan. Þannig hafi hver flokksmaður atkvæðisrétt á flokksþingi, allir taki þátt í vali á flokksforystu og kosið verði um stærstu stefnumál í beinni kosningu félagsmanna. Með því er lýðræði í flokksstarfi aukið og allir hafa jafnt vægi í anda samvinnuhugsjónar. Einn maður – eitt atkvæði.
Trúarbrögð íhaldsins
Formaður Sjálfstæðisflokksins réttlætir auknar álögur ríkisins með því að segja að það þurfi að auka tekjurnar. En af hverju í ósköpunum er tekjuskattur þá ekki einfaldlega hækkaður. Það er svo augljóst að fyrir hinn venjulega Íslending er miklu betra að greiða hærri tekjuskatt. Það hefur ekki áhrif á verðlag og verðbólgu en hækkun á bensínverði og hækkun á brennivíni fer beint út í verðlag. Þannig hefur þetta þau áhrif að höfuðstóll húsnæðislánanna okkar hækkar!!
Sjálfstæðisflokkurinn má ekki heyra á það minnst að almennir skattar verði hækkaðir. Illugi og Bjarni taka undir þann söng í greininni í Fréttablaðinu í dag. Þetta virðast einhvers konar trúaðbrögð. Frekar vill flokkurinn demba yfir þjóðina hækkanir sem leiða til aukinnar verðbólgu. Þvílík hagstjórn!
Sjálfstæðisflokkurinn má ekki heyra á það minnst að almennir skattar verði hækkaðir. Illugi og Bjarni taka undir þann söng í greininni í Fréttablaðinu í dag. Þetta virðast einhvers konar trúaðbrögð. Frekar vill flokkurinn demba yfir þjóðina hækkanir sem leiða til aukinnar verðbólgu. Þvílík hagstjórn!
Wednesday, December 10, 2008
Aukin kornrækt!?
Morgunblaðið spurði formenn stjórnmálaflokkanna fyrir nokkrum dögum undir yfirskriftinni „Hvað gerum við nú?“ hverju þeir teldu mikilvægast að hrinda í framkvæmd til að koma landinu út úr efnahagsvandanum. Mikilvægast, hvorki meira né minna!
Yfirlýsing Steingríms J. Sigfússonar vakti alveg sérstaka athygli mína, ekki síst vegna þess að honum og flokki hans hefur jafnan verið hallmælt fyrir það að leggja ekki fram tillögur í atvinnumálum heldur í sífellu tala um „eitthvað annað“. Svar Steingríms var eftirfarandi: „Nýta alla möguleika til aukinnar innlendrar verðmætasköpunar í hefðbundnum greinum atvinnulífs, blása nýju lífi í niðurníddar greinar eins og skipaiðnað og ullar- og skinnaiðnað, hefja áburðarframleiðslu, auka kornrækt o.s.frv. og með átaki í hvers kyns nýsköpun.“
Ég geri ekki lítið úr ullar- og skinnaiðnaði, áburðarframleiðslu og kornrækt en þegar á annan tug þúsunda verður atvinnulaus eftir áramótin duga þessar tillögur ansi skammt. Á bara að skella sér í kornrækt í janúar? Hefur Steingrímur formaður virkilega ekki róttækari hugmyndir á sviði atvinnusköpunar en þetta?
Stjórnvöld verða að stuðla að mannfrekum framkvæmdum strax í upphafi næsta árs til að mæta atvinnuleysinu og stuðla að því að erlendir fjárfestir gangi til samninga við orkufyrirtæki og aðra um uppbyggingu verkefna, sem þegar eru langt komin í undirbúningi. Síðan verður að vinna að umbótum í skattalöggjöfinni í samvinnu við útflutningsfyrirtæki eins og Össur og Marel með það að markmiði að þau geti fært starfsemi til landsins. Með þessu væri hægt að búa til nokkur þúsund ný störf – fyrst meðan uppbyggingin á sér stað og einnig til framtíðar.
Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku, sagði fyrir fáum dögum að sprota- og hátæknifyrirtækin í landinu ættu þess kost að ráða nokkur hundruð starfsmenn á skömmum tíma. Þau horfðu til vel menntaðs fólks, sem misst hefði starf t.d. í bönkunum.
Væri ekki nær að koma með hugmyndir um stuðning við sprota- og hátæknifyrirtæki með fullri virðingu fyrir kornræktinni?
Yfirlýsing Steingríms J. Sigfússonar vakti alveg sérstaka athygli mína, ekki síst vegna þess að honum og flokki hans hefur jafnan verið hallmælt fyrir það að leggja ekki fram tillögur í atvinnumálum heldur í sífellu tala um „eitthvað annað“. Svar Steingríms var eftirfarandi: „Nýta alla möguleika til aukinnar innlendrar verðmætasköpunar í hefðbundnum greinum atvinnulífs, blása nýju lífi í niðurníddar greinar eins og skipaiðnað og ullar- og skinnaiðnað, hefja áburðarframleiðslu, auka kornrækt o.s.frv. og með átaki í hvers kyns nýsköpun.“
Ég geri ekki lítið úr ullar- og skinnaiðnaði, áburðarframleiðslu og kornrækt en þegar á annan tug þúsunda verður atvinnulaus eftir áramótin duga þessar tillögur ansi skammt. Á bara að skella sér í kornrækt í janúar? Hefur Steingrímur formaður virkilega ekki róttækari hugmyndir á sviði atvinnusköpunar en þetta?
Stjórnvöld verða að stuðla að mannfrekum framkvæmdum strax í upphafi næsta árs til að mæta atvinnuleysinu og stuðla að því að erlendir fjárfestir gangi til samninga við orkufyrirtæki og aðra um uppbyggingu verkefna, sem þegar eru langt komin í undirbúningi. Síðan verður að vinna að umbótum í skattalöggjöfinni í samvinnu við útflutningsfyrirtæki eins og Össur og Marel með það að markmiði að þau geti fært starfsemi til landsins. Með þessu væri hægt að búa til nokkur þúsund ný störf – fyrst meðan uppbyggingin á sér stað og einnig til framtíðar.
Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku, sagði fyrir fáum dögum að sprota- og hátæknifyrirtækin í landinu ættu þess kost að ráða nokkur hundruð starfsmenn á skömmum tíma. Þau horfðu til vel menntaðs fólks, sem misst hefði starf t.d. í bönkunum.
Væri ekki nær að koma með hugmyndir um stuðning við sprota- og hátæknifyrirtæki með fullri virðingu fyrir kornræktinni?
Tuesday, December 9, 2008
Þáttur lífeyrissjóða í atvinnuuppbyggingunni
Atvinnuleysi er þegar orðið talsvert og í byrjun næsta árs verða þúsundir til viðbótar án vinnu. Ríki og sveitarfélög eru á sama tíma að skera niður í rekstri. Ætla samt að ráðast í mannfrekar framkvæmdir eða verkefni.
Lífeyrissjóðirnir munu ráða miklu um hvort af slíku verður. Sveitarfélögin verða að slá fyrir framkvæmdum á næsta ári – a.m.k. að mestu. Það eru fáir sem hafa ráð á að lána aðrir en lífeyrissjóðirnir sem þurfa að koma tugum milljarða fyrir í ávöxtun. Þeir þurfa líka að flytja fjármagn heim frá útlöndum og lána orkufyrirtækjunum svo þau geti farið í undirbúin verkefni.
Lífeyrissjóðirnir munu ráða miklu um hvort af slíku verður. Sveitarfélögin verða að slá fyrir framkvæmdum á næsta ári – a.m.k. að mestu. Það eru fáir sem hafa ráð á að lána aðrir en lífeyrissjóðirnir sem þurfa að koma tugum milljarða fyrir í ávöxtun. Þeir þurfa líka að flytja fjármagn heim frá útlöndum og lána orkufyrirtækjunum svo þau geti farið í undirbúin verkefni.
Erlenda ráðgjafa í bankana
Það gengur ekki að enn skuli beðið eftir afgreiðslu Alþingis á skipan rannsóknarnefndar á bankahruninu. Á meðan er bönkunum stjórnað af nánast sömu stjórnendum og stýrðu fyrir hrunið. Það verður að fá að þessum málum erlenda óháða aðila – bæði til að stýra rannsókn um hrunið og einnig til að hafa eftirlit með rekstri nýju bankanna. Er hægt að fá sérfræðinga frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum til að hafa eftirlit með rekstri bankanna og meðferð stjórnenda á eignum þeirra? Er hægt að óska eftir aðstoð framkvæmdastjórnar ESB um rannsókn á efnahagshruninu?
Framkvæmdastjórnin hefur aðgang að sérfræðistofnunum sem gjörþekkja regluverk á EES-svæðinu og ættu að geta áttað sig á hvað fór hér úrskeiðis. Ég held að það sé sama hvernig þriggja manna rannsóknarnefnd á vegum Alþingis verður skipuð – með eða án fulltrúa úr Hæstarétti – þá verður rannsóknin fyrst trúverðug ef henni stýra óháðir erlendir aðilar.
Framkvæmdastjórnin hefur aðgang að sérfræðistofnunum sem gjörþekkja regluverk á EES-svæðinu og ættu að geta áttað sig á hvað fór hér úrskeiðis. Ég held að það sé sama hvernig þriggja manna rannsóknarnefnd á vegum Alþingis verður skipuð – með eða án fulltrúa úr Hæstarétti – þá verður rannsóknin fyrst trúverðug ef henni stýra óháðir erlendir aðilar.
Monday, December 8, 2008
Ný vinnubrögð – aukið lýðræði!
Á flokksþingi Framsóknarflokksins í janúar næstkomandi verður kjörin ný forysta. Innan hans hefur mikil umræða farið fram um nauðsyn á endurnýjun í forystunni – um að nýtt fólk verði kallað til ábyrgðarstarfa.
Ég hef undanfarna daga átt samtöl við fjölmarga flokksmenn um stöðu flokksins og framtíð hans og í kjölfar þeirra ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í flokknum.
Framtíð Framsóknarflokksins veltur á því hvort hann skynji kall kjósenda eftir breytingum í íslenskum stjórnmálum. Segja verður skilið við samtryggingu stjórnmálanna og ógagnsæ vinnubrögð. Rannsókn á efnahagshruni síðustu vikna þarf að ná aftur til þeirra ára sem bankarnir voru einkavæddir enda Framsóknarflokknum mikilvægt að allt verði upplýst í því ferli. Meginverkefni stjórnmálanna næstu vikur og mánuði verður þó að standa vörð um heimilin í landinu. Algerlega misheppnaðar aðgerðir núverandi stjórnvalda hafa leitt til þess að Íslendingar standa frammi fyrir gríðarlega brýnum og erfiðum verkefnum. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við alþjóðlegri fjármálakreppu hafa reynst óvönduð og fremur stuðlað að hruni fjármálakerfisins en björgun þess.
Þúsundir Íslendinga verða atvinnulausar í byrjun næsta árs. Framsóknarflokkurinn þarf að leggja fram róttækar áætlanir í atvinnumálum. Nauðsynlegt er að horfa til skynsamlegrar nýtingu náttúruauðlinda til að fjölga störfum og snúa vörn í sókn. Aukið fjármagn í rannsóknir, þróunarstarf og nýsköpun er nauðsynlegt og skilar árangri á lengri tíma. Láta þarf á það reyna með samningaumleitan og þjóðaratkvæðagreiðslu hvort Íslendingar eigi að gerast aðili að Evrópusambandinu.
Ráðagerðir stjórnvalda um aðstoð við skuldsett heimili duga hvergi nærri til. Ungar fjölskyldur huga að brottflutningi úr landinu enda gefst þeim ekki kostur á að standa við skuldbindingar sínar. Fólk sem hefur fjárfest í húsnæði síðustu fimm árin, hvort sem er með verðtryggðum lánum eða erlendum myntkörfulánum, stendur frammi fyrir ókleifum múr. Það verður að ráðast gegn þessum skuldum, meðal annars með því að afskrifa hluta þeirra. Ungt vel menntað fólk verður að eygja von.
Nái ég kjöri mun ég leggja höfuðáherslu á breytt vinnubrögð í flokksstarfi og aukið lýðræði. Það verði meðal annars gert með því að auka þátttöku og vægi almennra flokksmanna í ákvarðanatöku innan flokksins. Þannig verði öllum flokksmönnum gefinn kostur á að velja forystu flokksins, taka þátt í störfum flokksþings og kjósa um helstu stefnumál í beinni kosningu. Með sama hætti leggi Framsóknarflokkurinn áherslu á aukið lýðræði í landinu, íbúalýðræði, styrkingu löggjafans á kostnað framkvæmdavaldsins, gegnsæja stjórnsýslu og fagleg vinnubrögð í hvívetna.
Ég hef undanfarna daga átt samtöl við fjölmarga flokksmenn um stöðu flokksins og framtíð hans og í kjölfar þeirra ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í flokknum.
Framtíð Framsóknarflokksins veltur á því hvort hann skynji kall kjósenda eftir breytingum í íslenskum stjórnmálum. Segja verður skilið við samtryggingu stjórnmálanna og ógagnsæ vinnubrögð. Rannsókn á efnahagshruni síðustu vikna þarf að ná aftur til þeirra ára sem bankarnir voru einkavæddir enda Framsóknarflokknum mikilvægt að allt verði upplýst í því ferli. Meginverkefni stjórnmálanna næstu vikur og mánuði verður þó að standa vörð um heimilin í landinu. Algerlega misheppnaðar aðgerðir núverandi stjórnvalda hafa leitt til þess að Íslendingar standa frammi fyrir gríðarlega brýnum og erfiðum verkefnum. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar við alþjóðlegri fjármálakreppu hafa reynst óvönduð og fremur stuðlað að hruni fjármálakerfisins en björgun þess.
Þúsundir Íslendinga verða atvinnulausar í byrjun næsta árs. Framsóknarflokkurinn þarf að leggja fram róttækar áætlanir í atvinnumálum. Nauðsynlegt er að horfa til skynsamlegrar nýtingu náttúruauðlinda til að fjölga störfum og snúa vörn í sókn. Aukið fjármagn í rannsóknir, þróunarstarf og nýsköpun er nauðsynlegt og skilar árangri á lengri tíma. Láta þarf á það reyna með samningaumleitan og þjóðaratkvæðagreiðslu hvort Íslendingar eigi að gerast aðili að Evrópusambandinu.
Ráðagerðir stjórnvalda um aðstoð við skuldsett heimili duga hvergi nærri til. Ungar fjölskyldur huga að brottflutningi úr landinu enda gefst þeim ekki kostur á að standa við skuldbindingar sínar. Fólk sem hefur fjárfest í húsnæði síðustu fimm árin, hvort sem er með verðtryggðum lánum eða erlendum myntkörfulánum, stendur frammi fyrir ókleifum múr. Það verður að ráðast gegn þessum skuldum, meðal annars með því að afskrifa hluta þeirra. Ungt vel menntað fólk verður að eygja von.
Nái ég kjöri mun ég leggja höfuðáherslu á breytt vinnubrögð í flokksstarfi og aukið lýðræði. Það verði meðal annars gert með því að auka þátttöku og vægi almennra flokksmanna í ákvarðanatöku innan flokksins. Þannig verði öllum flokksmönnum gefinn kostur á að velja forystu flokksins, taka þátt í störfum flokksþings og kjósa um helstu stefnumál í beinni kosningu. Með sama hætti leggi Framsóknarflokkurinn áherslu á aukið lýðræði í landinu, íbúalýðræði, styrkingu löggjafans á kostnað framkvæmdavaldsins, gegnsæja stjórnsýslu og fagleg vinnubrögð í hvívetna.
Sunday, December 7, 2008
Horft til framtíðar
Í grein minni í Fréttablaðinu í síðustu viku voru lagðar fram tillögur til að bregðast við stórauknum skuldum heimila og fyrirtækja. Þar var lagt til að skuldir yrðu afskrifaðar, gengið yrði til viðræðna við Evrópusambandið um inngöngu í það og breytingar gerðar á stjórn Seðlabanka Íslands. Hér eru lagðar fram tillögur um uppbyggingu atvinnulífs og nauðsynlegar breytingu á starfsháttum í stjórnmálum.
Áhersla á nýsköpun
Fjölmargir hafa bent á þá leið sem Finnar fóru í atvinnuþróun fyrir nærri 20 árum. Mikilvægt er að stjórnvöld ljúki við þá stefnumótun, sem þegar hefur verið hafin hér að finnskri fyrirmynd. Hún hefur þegar að hálfu leyti verið farin hér. Með samþykkt laga um Vísinda- og tækniráð árið 2003 var vísindarannsóknum og tækniþróun komið í svipaðan farveg og í Finnlandi, enda kemur fram í athugasemdum með frumvarpinu að skipulag rannsóknarmála í Finnlandi hafi verið haft til hliðsjónar við gerð þess. Auk þessa voru sett ný lög árið 2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir og opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun. Nýir sjóðir tóku til starfa, sem hafa yfir mun meira fjármagni að ráða til stuðnings vísinda- og tæknirannsóknum í landinu en áður hefur þekkst. Allar þessar breytingar voru gerðar með hliðsjón af reynslu Finna og reyndar var einnig horft til annarra þjóða sem hafa náð góðum árangri, eins og Íra, Skota, Dana og Ástrala. Gerðir hafa verið vaxtarsamningar, unnið að uppbyggingu þekkingarsetra og klasamyndun fyrirtækja – allt að finnskri fyrirmynd. Mikilvægt er að leggja meira fé til vísindarannsókna og í opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun og ljúka við að sameina stofnanir sem sinna atvinnuþróun í landinu.
Fjármagn til orkufyrirtækja
Skoða ber möguleika á því að lífeyrissjóðir eigi kost á að lána orkufyrirtækjunum fé til framkvæmda. Afar brýnt er að uppbygging orkumannvirkja haldi áfram enda slíkar framkvæmdir mannfrekar og leiða til útflutningsverðmæta síðar meir. Aðgangur orkufyrirtækja að lánsfjármagni er takmarkað í þeirri lánsfjárkreppu sem nú ríkir á heimsvísu. Þá hefur lækkandi lánshæfismat íslenska ríkisins neikvæð áhrif, a.m.k. á Landsvirkjun.
Styrking sveitarfélaga
Sveitarfélögin í landinu munu gegna lykilhlutverki næstu misseri. Aukið atvinnuleysi mun koma mjög við þeirra starfsemi, m.a. félagsþjónustu þeirra. Þá er afar mikilvægt að þyngri rekstur hafi ekki þau áhrif að þjónustugjöld hækki. Hækkun þeirra skilar sér beint í verðlag og heldur uppi verðbólgu. Hlutdeild sveitarfélaga í tekjuskatti þarf að auka um 1% gegn skuldbindingu um óbreytt þjónustugjöld. Með þessu ásamt aðgangi að ódýru fjármagni geta sveitarfélögin ráðist í ýmsar mannaflsfrekar framkvæmdir á næstu árum og unnið þannig gegn auknu atvinnuleysi.
Breytingar á lýðræðisháttum
Kallað er eftir breytingum. Ekki aðeins á háttum viðskiptalífsins heldur ekki síður á stjórnarháttum hins opinbera. Pukur og leynd yfir ákvörðunum ríkisstjórnar, þar sem Alþingi virðist ekki einu sinni haft með í ráðum, leiðir til aukinnar tortryggni í garð ríkisstjórnar og yfirvalda og vantrúar á ákvarðanir þeirra. Nýja Ísland verður ekki reist með því að klastra aftur upp rústunum eftir hrunið í síðasta mánuði. Reisa á Nýtt Ísland á nýjum gildum þar sem helmingaskiptum, geðþótta og pólitískri samtryggingu er gefið langt nef. Skipun pólitískra bankaráða nýju bankanna sýnir að stjórnmálamenn dagsins í dag skynja ekki kall fólksins í landinu eftir breytingum. Slíkt ætti að heyra sögunni til og virkar nánast eins og ögrun gagnvart þjóðinni. Það verður að auka þátttöku almennings í lýðræðislegum ákvörðunum m.a. með lagasetningu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það verður að stórauka vald Alþingis á kostnað framkvæmdavaldsins, gera landið að einu kjördæmi til að brjótast út úr landlægu hagsmunapoti en ekki síður til að jafna vægi atkvæða í landinu. Í dag sitja ungar fjölskyldur í landinu á rökstólum og ræða hvort flytja skuli búferlum til annarra landa. Verði ekki vart við breytingar til batnaðar á Íslandi hverfur margt okkar besta fólk. Skynji íslensku stjórnmálaflokkarnir ekki kröfu breytinga þarf nýtt fólk í forystu þeirra, ellegar nýja flokka.
Greinin birtist í Fréttablaðinu 22. nóvember 2008.
Áhersla á nýsköpun
Fjölmargir hafa bent á þá leið sem Finnar fóru í atvinnuþróun fyrir nærri 20 árum. Mikilvægt er að stjórnvöld ljúki við þá stefnumótun, sem þegar hefur verið hafin hér að finnskri fyrirmynd. Hún hefur þegar að hálfu leyti verið farin hér. Með samþykkt laga um Vísinda- og tækniráð árið 2003 var vísindarannsóknum og tækniþróun komið í svipaðan farveg og í Finnlandi, enda kemur fram í athugasemdum með frumvarpinu að skipulag rannsóknarmála í Finnlandi hafi verið haft til hliðsjónar við gerð þess. Auk þessa voru sett ný lög árið 2003 um opinberan stuðning við vísindarannsóknir og opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun. Nýir sjóðir tóku til starfa, sem hafa yfir mun meira fjármagni að ráða til stuðnings vísinda- og tæknirannsóknum í landinu en áður hefur þekkst. Allar þessar breytingar voru gerðar með hliðsjón af reynslu Finna og reyndar var einnig horft til annarra þjóða sem hafa náð góðum árangri, eins og Íra, Skota, Dana og Ástrala. Gerðir hafa verið vaxtarsamningar, unnið að uppbyggingu þekkingarsetra og klasamyndun fyrirtækja – allt að finnskri fyrirmynd. Mikilvægt er að leggja meira fé til vísindarannsókna og í opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun og ljúka við að sameina stofnanir sem sinna atvinnuþróun í landinu.
Fjármagn til orkufyrirtækja
Skoða ber möguleika á því að lífeyrissjóðir eigi kost á að lána orkufyrirtækjunum fé til framkvæmda. Afar brýnt er að uppbygging orkumannvirkja haldi áfram enda slíkar framkvæmdir mannfrekar og leiða til útflutningsverðmæta síðar meir. Aðgangur orkufyrirtækja að lánsfjármagni er takmarkað í þeirri lánsfjárkreppu sem nú ríkir á heimsvísu. Þá hefur lækkandi lánshæfismat íslenska ríkisins neikvæð áhrif, a.m.k. á Landsvirkjun.
Styrking sveitarfélaga
Sveitarfélögin í landinu munu gegna lykilhlutverki næstu misseri. Aukið atvinnuleysi mun koma mjög við þeirra starfsemi, m.a. félagsþjónustu þeirra. Þá er afar mikilvægt að þyngri rekstur hafi ekki þau áhrif að þjónustugjöld hækki. Hækkun þeirra skilar sér beint í verðlag og heldur uppi verðbólgu. Hlutdeild sveitarfélaga í tekjuskatti þarf að auka um 1% gegn skuldbindingu um óbreytt þjónustugjöld. Með þessu ásamt aðgangi að ódýru fjármagni geta sveitarfélögin ráðist í ýmsar mannaflsfrekar framkvæmdir á næstu árum og unnið þannig gegn auknu atvinnuleysi.
Breytingar á lýðræðisháttum
Kallað er eftir breytingum. Ekki aðeins á háttum viðskiptalífsins heldur ekki síður á stjórnarháttum hins opinbera. Pukur og leynd yfir ákvörðunum ríkisstjórnar, þar sem Alþingi virðist ekki einu sinni haft með í ráðum, leiðir til aukinnar tortryggni í garð ríkisstjórnar og yfirvalda og vantrúar á ákvarðanir þeirra. Nýja Ísland verður ekki reist með því að klastra aftur upp rústunum eftir hrunið í síðasta mánuði. Reisa á Nýtt Ísland á nýjum gildum þar sem helmingaskiptum, geðþótta og pólitískri samtryggingu er gefið langt nef. Skipun pólitískra bankaráða nýju bankanna sýnir að stjórnmálamenn dagsins í dag skynja ekki kall fólksins í landinu eftir breytingum. Slíkt ætti að heyra sögunni til og virkar nánast eins og ögrun gagnvart þjóðinni. Það verður að auka þátttöku almennings í lýðræðislegum ákvörðunum m.a. með lagasetningu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Það verður að stórauka vald Alþingis á kostnað framkvæmdavaldsins, gera landið að einu kjördæmi til að brjótast út úr landlægu hagsmunapoti en ekki síður til að jafna vægi atkvæða í landinu. Í dag sitja ungar fjölskyldur í landinu á rökstólum og ræða hvort flytja skuli búferlum til annarra landa. Verði ekki vart við breytingar til batnaðar á Íslandi hverfur margt okkar besta fólk. Skynji íslensku stjórnmálaflokkarnir ekki kröfu breytinga þarf nýtt fólk í forystu þeirra, ellegar nýja flokka.
Greinin birtist í Fréttablaðinu 22. nóvember 2008.
Skuldbreyting heimilanna
Afar mikilvægt er að gripið verði til raunhæfra og róttækra efnahagsaðgerða sem allra fyrst. Vaxandi óvissa einstaklinga og fyrirtækja í landinu er eingöngu til þess fallin að auka á spennu og leiða til enn frekari vandamála í efnahagsmálum og félagslegum málefnum. Hér eru lagðar fram tillögur til að mæta efnahagsþrengingum heimila og fyrirtækja.
Afskriftir lána
Grípa þarf til aðgerða sem miða að því að lækka skuldir fólks og fyrirtækja með því að fella niður hluta skulda. Efnahagsvandi sl. vikna og mánaða hefur leikið heimili og fyrirtæki grátt. Verðbólga hefur í gegnum verðtryggð lán hækkað skuldir og gengisfall krónunnar jafnframt haft áhrif til hækkunar á greiðslum á erlendum lánum. Við bætist að tekjur einstaklinga og fyrirtækja lækka mikið og því ljóst að fáir munu geta staðið við skuldbindingar sínar. Tvennt þarf öðru fremur að tryggja við skuldaniðurfærslu. Annars vegar þarf að gæta jafnræðis og hins vegar þarf ferlið að vera gegnsætt. Það er án efa hagkvæmara fyrir ríkið og lánardrottna að samið verði um niðurfærslu skulda þannig að skuldarar geti greitt af lánum sínum í stað þess að fjöldi fyrirtækja og heimila verði gjaldþrota. Bankar, Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir munu ekki standa betur að vígi með fangið fullt af fasteignum og fyrirtækjum í rekstrarstöðvun.
Húsnæðislán einstaklinga
Höfuðstóll húsnæðislána einstaklinga verði afskrifaður um 40% en að hámarki 20 milljónum króna. Þetta er hægt að gera í gömlu bönkunum í ljósi þess að ekki næst að innheimta útistandandi kröfur og færa þær afskrifaðar yfir í nýju bankana. Íbúðalánasjóður verði styrktur með auknu eigin fé frá ríkinu, sem það fær vonandi með lántökum sínum erlendis. Lántakendum, sem hafa sótt húsnæðislán hjá sparisjóðum, gefist kostur á að færa lán sín yfir í Íbúðalánasjóð eða sérstakt dótturfyrirtæki þess, sem síðan afskrifar 40% af höfuðstól lánanna. Afskriftir húsnæðislána þurfa einnig að ná til lífeyrissjóða. Til að mæta útlánatapi þeirra verði gerðar breytingar á lögum sem tryggi að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs af launum hækki þannig að framlag launþega fari úr 4% í 5%.
Skuldir fyrirtækja
Einnig þarf að vinna að lækkun skulda hjá fyrirtækjum. Með flatri niðurfærslu skulda er gætt jafnræðis og sterkustu fyrirtækin í íslensku atvinnulífi munu standa sterkar eftir. Þrátt fyrr 20-30% niðurfærslu skulda hjá gömlu íslensku bönkunum verður ekki öllum fyrirtækjum bjargað. Niðurfærsla skulda mun hins vegar gefa öðrum fyrirtækjum tækifæri til að lifa og jafnvel taka yfir rekstur þeirra fyrirtækja sem ekki reynist unnt að bjarga með öðrum hætti. Gömlu bankarnir gætu þannig fengið eitthvað upp í kröfur sínar og fleiri einstaklingar haldið vinnu en annars.
Umsókn um aðild að ESB og upptaka evru
Stjórnvöld verða hið fyrsta að leggja fram umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Íslenska krónan á sér ekki framtíð og engar aðrar leiðir eru færar en að taka evru upp sem gjaldmiðil að undangenginni aðild að ESB. Því fyrr sem slík umsókn liggur fyrir þeim mun betra, enda mun ákvörðunin eyða óvissu í gjaldmiðilsmálum. Með aðild að ESB mun trúverðugleiki Íslands á alþjóðavettvangi aukast. Þannig munum við lúta valdi Seðlabanka Evrópu í peningamálum, framkvæmdastjórnar ESB í samkeppnismálum og enn frekari samvinna verða milli Fjármálaeftirlits og evrópskra systurstofnana.
Skipa þarf erlendan aðila til að annast rannsókn á hruni íslenska fjármálalífsins hið fyrsta en hægt væri að gera slíkt í samvinnu við framkvæmdastjórn ESB samhliða aðildarumsókn.
Breytt stefna í peningamálum
Seðlabanki Íslands er rúinn trausti og því nauðsynlegt að gerðar verði breytingar á stjórnun hans. Í því millibilsástandi sem skapast þar til aðild fæst að ESB þarf að víkja til hliðar verðbólgumarkmiðum því mikilvægara er nú að tryggja atvinnulífinu fjármagn og fólki atvinnu. Fyrirtæki og sveitarfélög þurfa á lánsfjármagni að halda til skuldbreytinga og einnig til að efla eiginfjárstöðu sína. Því á ríkið að gefa fyrirtækjum og sveitarfélögum kost á ódýrum lánum, jafnvel án afborgana fyrstu mánuðina. Þetta getur ríkið gert einfaldlega með prentun peninga og aukið þannig fjármagn í umferð, líkt og hagfræðingar hafa lagt til að gert verði. Með aðgerð sem þessari er hægt að forða fjölda fyrirtækja frá samningaumleitunum við skuldunauta og gefur þeim kost á að hefja uppbyggingarstarf sem fyrst.
Greinin birtist í Fréttablaðinu 13. nóvember 2008
Afskriftir lána
Grípa þarf til aðgerða sem miða að því að lækka skuldir fólks og fyrirtækja með því að fella niður hluta skulda. Efnahagsvandi sl. vikna og mánaða hefur leikið heimili og fyrirtæki grátt. Verðbólga hefur í gegnum verðtryggð lán hækkað skuldir og gengisfall krónunnar jafnframt haft áhrif til hækkunar á greiðslum á erlendum lánum. Við bætist að tekjur einstaklinga og fyrirtækja lækka mikið og því ljóst að fáir munu geta staðið við skuldbindingar sínar. Tvennt þarf öðru fremur að tryggja við skuldaniðurfærslu. Annars vegar þarf að gæta jafnræðis og hins vegar þarf ferlið að vera gegnsætt. Það er án efa hagkvæmara fyrir ríkið og lánardrottna að samið verði um niðurfærslu skulda þannig að skuldarar geti greitt af lánum sínum í stað þess að fjöldi fyrirtækja og heimila verði gjaldþrota. Bankar, Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir munu ekki standa betur að vígi með fangið fullt af fasteignum og fyrirtækjum í rekstrarstöðvun.
Húsnæðislán einstaklinga
Höfuðstóll húsnæðislána einstaklinga verði afskrifaður um 40% en að hámarki 20 milljónum króna. Þetta er hægt að gera í gömlu bönkunum í ljósi þess að ekki næst að innheimta útistandandi kröfur og færa þær afskrifaðar yfir í nýju bankana. Íbúðalánasjóður verði styrktur með auknu eigin fé frá ríkinu, sem það fær vonandi með lántökum sínum erlendis. Lántakendum, sem hafa sótt húsnæðislán hjá sparisjóðum, gefist kostur á að færa lán sín yfir í Íbúðalánasjóð eða sérstakt dótturfyrirtæki þess, sem síðan afskrifar 40% af höfuðstól lánanna. Afskriftir húsnæðislána þurfa einnig að ná til lífeyrissjóða. Til að mæta útlánatapi þeirra verði gerðar breytingar á lögum sem tryggi að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs af launum hækki þannig að framlag launþega fari úr 4% í 5%.
Skuldir fyrirtækja
Einnig þarf að vinna að lækkun skulda hjá fyrirtækjum. Með flatri niðurfærslu skulda er gætt jafnræðis og sterkustu fyrirtækin í íslensku atvinnulífi munu standa sterkar eftir. Þrátt fyrr 20-30% niðurfærslu skulda hjá gömlu íslensku bönkunum verður ekki öllum fyrirtækjum bjargað. Niðurfærsla skulda mun hins vegar gefa öðrum fyrirtækjum tækifæri til að lifa og jafnvel taka yfir rekstur þeirra fyrirtækja sem ekki reynist unnt að bjarga með öðrum hætti. Gömlu bankarnir gætu þannig fengið eitthvað upp í kröfur sínar og fleiri einstaklingar haldið vinnu en annars.
Umsókn um aðild að ESB og upptaka evru
Stjórnvöld verða hið fyrsta að leggja fram umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Íslenska krónan á sér ekki framtíð og engar aðrar leiðir eru færar en að taka evru upp sem gjaldmiðil að undangenginni aðild að ESB. Því fyrr sem slík umsókn liggur fyrir þeim mun betra, enda mun ákvörðunin eyða óvissu í gjaldmiðilsmálum. Með aðild að ESB mun trúverðugleiki Íslands á alþjóðavettvangi aukast. Þannig munum við lúta valdi Seðlabanka Evrópu í peningamálum, framkvæmdastjórnar ESB í samkeppnismálum og enn frekari samvinna verða milli Fjármálaeftirlits og evrópskra systurstofnana.
Skipa þarf erlendan aðila til að annast rannsókn á hruni íslenska fjármálalífsins hið fyrsta en hægt væri að gera slíkt í samvinnu við framkvæmdastjórn ESB samhliða aðildarumsókn.
Breytt stefna í peningamálum
Seðlabanki Íslands er rúinn trausti og því nauðsynlegt að gerðar verði breytingar á stjórnun hans. Í því millibilsástandi sem skapast þar til aðild fæst að ESB þarf að víkja til hliðar verðbólgumarkmiðum því mikilvægara er nú að tryggja atvinnulífinu fjármagn og fólki atvinnu. Fyrirtæki og sveitarfélög þurfa á lánsfjármagni að halda til skuldbreytinga og einnig til að efla eiginfjárstöðu sína. Því á ríkið að gefa fyrirtækjum og sveitarfélögum kost á ódýrum lánum, jafnvel án afborgana fyrstu mánuðina. Þetta getur ríkið gert einfaldlega með prentun peninga og aukið þannig fjármagn í umferð, líkt og hagfræðingar hafa lagt til að gert verði. Með aðgerð sem þessari er hægt að forða fjölda fyrirtækja frá samningaumleitunum við skuldunauta og gefur þeim kost á að hefja uppbyggingarstarf sem fyrst.
Greinin birtist í Fréttablaðinu 13. nóvember 2008
Subscribe to:
Posts (Atom)