Tuesday, December 9, 2008

Erlenda ráðgjafa í bankana

Það gengur ekki að enn skuli beðið eftir afgreiðslu Alþingis á skipan rannsóknarnefndar á bankahruninu. Á meðan er bönkunum stjórnað af nánast sömu stjórnendum og stýrðu fyrir hrunið. Það verður að fá að þessum málum erlenda óháða aðila – bæði til að stýra rannsókn um hrunið og einnig til að hafa eftirlit með rekstri nýju bankanna. Er hægt að fá sérfræðinga frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum til að hafa eftirlit með rekstri bankanna og meðferð stjórnenda á eignum þeirra? Er hægt að óska eftir aðstoð framkvæmdastjórnar ESB um rannsókn á efnahagshruninu?

Framkvæmdastjórnin hefur aðgang að sérfræðistofnunum sem gjörþekkja regluverk á EES-svæðinu og ættu að geta áttað sig á hvað fór hér úrskeiðis. Ég held að það sé sama hvernig þriggja manna rannsóknarnefnd á vegum Alþingis verður skipuð – með eða án fulltrúa úr Hæstarétti – þá verður rannsóknin fyrst trúverðug ef henni stýra óháðir erlendir aðilar.

No comments:

Post a Comment