Formaður Sjálfstæðisflokksins réttlætir auknar álögur ríkisins með því að segja að það þurfi að auka tekjurnar. En af hverju í ósköpunum er tekjuskattur þá ekki einfaldlega hækkaður. Það er svo augljóst að fyrir hinn venjulega Íslending er miklu betra að greiða hærri tekjuskatt. Það hefur ekki áhrif á verðlag og verðbólgu en hækkun á bensínverði og hækkun á brennivíni fer beint út í verðlag. Þannig hefur þetta þau áhrif að höfuðstóll húsnæðislánanna okkar hækkar!!
Sjálfstæðisflokkurinn má ekki heyra á það minnst að almennir skattar verði hækkaðir. Illugi og Bjarni taka undir þann söng í greininni í Fréttablaðinu í dag. Þetta virðast einhvers konar trúaðbrögð. Frekar vill flokkurinn demba yfir þjóðina hækkanir sem leiða til aukinnar verðbólgu. Þvílík hagstjórn!
Saturday, December 13, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment