Atvinnuleysi er þegar orðið talsvert og í byrjun næsta árs verða þúsundir til viðbótar án vinnu. Ríki og sveitarfélög eru á sama tíma að skera niður í rekstri. Ætla samt að ráðast í mannfrekar framkvæmdir eða verkefni.
Lífeyrissjóðirnir munu ráða miklu um hvort af slíku verður. Sveitarfélögin verða að slá fyrir framkvæmdum á næsta ári – a.m.k. að mestu. Það eru fáir sem hafa ráð á að lána aðrir en lífeyrissjóðirnir sem þurfa að koma tugum milljarða fyrir í ávöxtun. Þeir þurfa líka að flytja fjármagn heim frá útlöndum og lána orkufyrirtækjunum svo þau geti farið í undirbúin verkefni.
Tuesday, December 9, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment