Afar mikilvægt er að gripið verði til raunhæfra og róttækra efnahagsaðgerða sem allra fyrst. Vaxandi óvissa einstaklinga og fyrirtækja í landinu er eingöngu til þess fallin að auka á spennu og leiða til enn frekari vandamála í efnahagsmálum og félagslegum málefnum. Hér eru lagðar fram tillögur til að mæta efnahagsþrengingum heimila og fyrirtækja.
Afskriftir lána
Grípa þarf til aðgerða sem miða að því að lækka skuldir fólks og fyrirtækja með því að fella niður hluta skulda. Efnahagsvandi sl. vikna og mánaða hefur leikið heimili og fyrirtæki grátt. Verðbólga hefur í gegnum verðtryggð lán hækkað skuldir og gengisfall krónunnar jafnframt haft áhrif til hækkunar á greiðslum á erlendum lánum. Við bætist að tekjur einstaklinga og fyrirtækja lækka mikið og því ljóst að fáir munu geta staðið við skuldbindingar sínar. Tvennt þarf öðru fremur að tryggja við skuldaniðurfærslu. Annars vegar þarf að gæta jafnræðis og hins vegar þarf ferlið að vera gegnsætt. Það er án efa hagkvæmara fyrir ríkið og lánardrottna að samið verði um niðurfærslu skulda þannig að skuldarar geti greitt af lánum sínum í stað þess að fjöldi fyrirtækja og heimila verði gjaldþrota. Bankar, Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir munu ekki standa betur að vígi með fangið fullt af fasteignum og fyrirtækjum í rekstrarstöðvun.
Húsnæðislán einstaklinga
Höfuðstóll húsnæðislána einstaklinga verði afskrifaður um 40% en að hámarki 20 milljónum króna. Þetta er hægt að gera í gömlu bönkunum í ljósi þess að ekki næst að innheimta útistandandi kröfur og færa þær afskrifaðar yfir í nýju bankana. Íbúðalánasjóður verði styrktur með auknu eigin fé frá ríkinu, sem það fær vonandi með lántökum sínum erlendis. Lántakendum, sem hafa sótt húsnæðislán hjá sparisjóðum, gefist kostur á að færa lán sín yfir í Íbúðalánasjóð eða sérstakt dótturfyrirtæki þess, sem síðan afskrifar 40% af höfuðstól lánanna. Afskriftir húsnæðislána þurfa einnig að ná til lífeyrissjóða. Til að mæta útlánatapi þeirra verði gerðar breytingar á lögum sem tryggi að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs af launum hækki þannig að framlag launþega fari úr 4% í 5%.
Skuldir fyrirtækja
Einnig þarf að vinna að lækkun skulda hjá fyrirtækjum. Með flatri niðurfærslu skulda er gætt jafnræðis og sterkustu fyrirtækin í íslensku atvinnulífi munu standa sterkar eftir. Þrátt fyrr 20-30% niðurfærslu skulda hjá gömlu íslensku bönkunum verður ekki öllum fyrirtækjum bjargað. Niðurfærsla skulda mun hins vegar gefa öðrum fyrirtækjum tækifæri til að lifa og jafnvel taka yfir rekstur þeirra fyrirtækja sem ekki reynist unnt að bjarga með öðrum hætti. Gömlu bankarnir gætu þannig fengið eitthvað upp í kröfur sínar og fleiri einstaklingar haldið vinnu en annars.
Umsókn um aðild að ESB og upptaka evru
Stjórnvöld verða hið fyrsta að leggja fram umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Íslenska krónan á sér ekki framtíð og engar aðrar leiðir eru færar en að taka evru upp sem gjaldmiðil að undangenginni aðild að ESB. Því fyrr sem slík umsókn liggur fyrir þeim mun betra, enda mun ákvörðunin eyða óvissu í gjaldmiðilsmálum. Með aðild að ESB mun trúverðugleiki Íslands á alþjóðavettvangi aukast. Þannig munum við lúta valdi Seðlabanka Evrópu í peningamálum, framkvæmdastjórnar ESB í samkeppnismálum og enn frekari samvinna verða milli Fjármálaeftirlits og evrópskra systurstofnana.
Skipa þarf erlendan aðila til að annast rannsókn á hruni íslenska fjármálalífsins hið fyrsta en hægt væri að gera slíkt í samvinnu við framkvæmdastjórn ESB samhliða aðildarumsókn.
Breytt stefna í peningamálum
Seðlabanki Íslands er rúinn trausti og því nauðsynlegt að gerðar verði breytingar á stjórnun hans. Í því millibilsástandi sem skapast þar til aðild fæst að ESB þarf að víkja til hliðar verðbólgumarkmiðum því mikilvægara er nú að tryggja atvinnulífinu fjármagn og fólki atvinnu. Fyrirtæki og sveitarfélög þurfa á lánsfjármagni að halda til skuldbreytinga og einnig til að efla eiginfjárstöðu sína. Því á ríkið að gefa fyrirtækjum og sveitarfélögum kost á ódýrum lánum, jafnvel án afborgana fyrstu mánuðina. Þetta getur ríkið gert einfaldlega með prentun peninga og aukið þannig fjármagn í umferð, líkt og hagfræðingar hafa lagt til að gert verði. Með aðgerð sem þessari er hægt að forða fjölda fyrirtækja frá samningaumleitunum við skuldunauta og gefur þeim kost á að hefja uppbyggingarstarf sem fyrst.
Greinin birtist í Fréttablaðinu 13. nóvember 2008
Sunday, December 7, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Mjög mikilvæg að fjármagn til nýsköpunar fari ekki að miklu leiti í stofnanir sem eiga svo að úthluta afgnaginum. Finna þarf stuttar beinskeittar skamskiptaleiðir milli nýsköpunar, mat á og verkefnum og stuðningi. Stuðningur til færri en fylgt eftir lengur með samskiptum við aðila sem hafa þekkingu og sambönd.
ReplyDeleteGóðan dag, ég er herra Kristur og ég vil upplýsa þig um hvernig ég fékk lánið mitt,
ReplyDeleteÉg fékk lánið mitt frá Washington fjármálum með í stuttan tíma 48 klukkustundir,
með aðeins 2% hlutfalli, vil ég að þú þarna úti og leita að láni til að hafa samband við Washington fjármál og fá lánið þitt án tafar um það sem alltaf er að hafa samband við fyrirtækið beint í tölvupósti um (washingtonfinance511@gmail.com)
Góðan dag, ég er herra Kristur og ég vil upplýsa þig um hvernig ég fékk lánið mitt,
ReplyDeleteÉg fékk lánið mitt frá Washington fjármálum með í stuttan tíma 48 klukkustundir,
með aðeins 2% hlutfalli, vil ég að þú þarna úti og leita að láni til að hafa samband við Washington fjármál og fá lánið þitt án tafar um það sem alltaf er að hafa samband við fyrirtækið beint í tölvupósti um (washingtonfinance511@gmail.com)
Góðan dag, ég er herra Kristur og ég vil upplýsa þig um hvernig ég fékk lánið mitt,
ReplyDeleteÉg fékk lánið mitt frá Washington fjármálum með í stuttan tíma 48 klukkustundir,
með aðeins 2% hlutfalli, vil ég að þú þarna úti og leita að láni til að hafa samband við Washington fjármál og fá lánið þitt án tafar um það sem alltaf er að hafa samband við fyrirtækið beint í tölvupósti um (washingtonfinance511@gmail.com)
Góðan dag, ég er herra Kristur og ég vil upplýsa þig um hvernig ég fékk lánið mitt,
ReplyDeleteÉg fékk lánið mitt frá Washington fjármálum með í stuttan tíma 48 klukkustundir,
með aðeins 2% hlutfalli, vil ég að þú þarna úti og leita að láni til að hafa samband við Washington fjármál og fá lánið þitt án tafar um það sem alltaf er að hafa samband við fyrirtækið beint í tölvupósti um (washingtonfinance511@gmail.com)
Góðan dag, ég er herra Kristur og ég vil upplýsa þig um hvernig ég fékk lánið mitt,
ReplyDeleteÉg fékk lánið mitt frá Washington fjármálum með í stuttan tíma 48 klukkustundir,
með aðeins 2% hlutfalli, vil ég að þú þarna úti og leita að láni til að hafa samband við Washington fjármál og fá lánið þitt án tafar um það sem alltaf er að hafa samband við fyrirtækið beint í tölvupósti um (washingtonfinance511@gmail.com)