Atvinnuleysið verður stóra málið á næsta ári. Nú eru tæplega níu þúsund án vinnu og reiknað er með að það verði milli tólf og fimmtán þúsund án vinnu upp úr miðju næsta ári. Stóra verkefni ð er að til verði ný störf.
Samt sjást engin merki um að ríkisstjórnarflokkarnir vinni að því. Engin frumvörp liggja fyrir þinginu sem snúa að fyrirtækjum og geta gert þeim auðveldara að ráðast í aukin umsvif. Fátt bendir til að ríkisstjórnin leggi eitthvað á sig til að fá erlenda fjárfesta til landsins – en sjálfsagt hefur aldrei verið jafn mikil þörf á því og nú.
Árið 1995 var mikið atvinnuleysi í landinu. Þá boðaði Framsóknarflokkuirnn 12.000 ný störf til aldamóta. Það tókst og rúmlega það. Nú þarf að koma með nýtt prógram sem miðar að sköpun nýrra starfa. Það verður að gerast á flokksþinginu í janúar.
Thursday, December 18, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Já - þessi tólf þúsund störf hafa enst vel. Það var greinilega ekki innistæða fyrir þeim. En Finnur I. mun ekki lepja dauðann úr skel - það er fyrir öllu.
ReplyDelete