Morgunblaðið spurði formenn stjórnmálaflokkanna fyrir nokkrum dögum undir yfirskriftinni „Hvað gerum við nú?“ hverju þeir teldu mikilvægast að hrinda í framkvæmd til að koma landinu út úr efnahagsvandanum. Mikilvægast, hvorki meira né minna!
Yfirlýsing Steingríms J. Sigfússonar vakti alveg sérstaka athygli mína, ekki síst vegna þess að honum og flokki hans hefur jafnan verið hallmælt fyrir það að leggja ekki fram tillögur í atvinnumálum heldur í sífellu tala um „eitthvað annað“. Svar Steingríms var eftirfarandi: „Nýta alla möguleika til aukinnar innlendrar verðmætasköpunar í hefðbundnum greinum atvinnulífs, blása nýju lífi í niðurníddar greinar eins og skipaiðnað og ullar- og skinnaiðnað, hefja áburðarframleiðslu, auka kornrækt o.s.frv. og með átaki í hvers kyns nýsköpun.“
Ég geri ekki lítið úr ullar- og skinnaiðnaði, áburðarframleiðslu og kornrækt en þegar á annan tug þúsunda verður atvinnulaus eftir áramótin duga þessar tillögur ansi skammt. Á bara að skella sér í kornrækt í janúar? Hefur Steingrímur formaður virkilega ekki róttækari hugmyndir á sviði atvinnusköpunar en þetta?
Stjórnvöld verða að stuðla að mannfrekum framkvæmdum strax í upphafi næsta árs til að mæta atvinnuleysinu og stuðla að því að erlendir fjárfestir gangi til samninga við orkufyrirtæki og aðra um uppbyggingu verkefna, sem þegar eru langt komin í undirbúningi. Síðan verður að vinna að umbótum í skattalöggjöfinni í samvinnu við útflutningsfyrirtæki eins og Össur og Marel með það að markmiði að þau geti fært starfsemi til landsins. Með þessu væri hægt að búa til nokkur þúsund ný störf – fyrst meðan uppbyggingin á sér stað og einnig til framtíðar.
Jón Ágúst Þorsteinsson, forstjóri Marorku, sagði fyrir fáum dögum að sprota- og hátæknifyrirtækin í landinu ættu þess kost að ráða nokkur hundruð starfsmenn á skömmum tíma. Þau horfðu til vel menntaðs fólks, sem misst hefði starf t.d. í bönkunum.
Væri ekki nær að koma með hugmyndir um stuðning við sprota- og hátæknifyrirtæki með fullri virðingu fyrir kornræktinni?
Wednesday, December 10, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
Frábær punktur, hér þarf fyrst og fremst að huga að raunhæfum verkefnum og lausnum.
ReplyDeleteR.D.
Með fullri virðingu fyrir þessu dissi þínu, en falla sprota- og hátæknifyrirtæki ekki undir "hvers kyns nýsköpun"? Hvað hefur núverandi stjórn gert fyrir sprota- og hátæknifyritæki síðustu 15 ár?
ReplyDeleteSteingrímur er næstum jafn gamaldags og Guðni, en ég held að ef hann kæmist til valda hefði hann kannski vit á að hlusta á ráðgjafa sem gætu vísað honum langleiðina inn í 20. eða jafnvel 21. öldina.
Sæll Páll
ReplyDeleteHvert stefnir þjóð þar sem menn sem stefna til metorða í pólitík gagnrýna það sem eftir mönnum er haft án þess að lesa það?
Þú greinilega last ekki það sem haft var eftir manninum, hann sagði "og með átaki í hvers kyns nýsköpun." Innifelur það ekki stuðning við sprotafyrirtæki?
Þetta er dæmi um ótrúlega ómerkilegan málflutning eiginlega svo ómerkilegan að það tekur út fyrir allan þjófabálk.
Það mun enginn geta bjargað Framsóknarflokknum ef hann verður þeirrar ótrúlegu ógæfu aðnjótandi að þú verðir kosinn formaður hans.
Málflutningur þinn kemst ekki einu sinni í sandkassann svo ómerkilegur er hann.
Góðar stundir
Páll Kristjánsson
Hvernig má það vera að maður eins og Steingrímur J hefur setið á þingi í meira en 20 ár hefur enga sýn í atvinnumálum? Þetta svar er alveg út í hött og lýsir að hann býr ekki yfir framtíðarsýninni sem þetta land þarf á að halda.
ReplyDeleteEn ég tek ekki af Steingrími að hann er með velferðarmálin á hreinu, en um þau er ekki rætt hér.
kveðja R.
VG eru með velferðarmálin á hreinu, því miður eru atvinnumálin veikari hlekkur hjá þeim. Þeir eru svo uppteknir af því sem má ekki gera að það dregur úr færni þeirra til að sjá lausnir - eða, það sem verra er, að taka þátt í að búa til lausnir með öðrum flokkum sem hafa sýnina.
ReplyDeleteSennilega hefði VG gott af mannaskiptum í brúnni. Þeir eiga örugglega sveigjanlegri og framsýnni leiðtogaefni en Steingrím, þó hann sé auðvitað fínn kall og gaman að hlusta á hann. Mér dettur svona í hug að fólkið úr borgarpólitíkinni eins og Árni og Svandís kunni betur á það að starfa með öðrum flokkum og gera þær málamiðlanir sem þarf.
Við í Framsókn getum vissulega státað yfir því að flokkurinn hefur staðið atvinnuvegunum nærri. Við þurfum líka að hafa vissa auðmýkt og kunna að viðurkenna mistök þegar við á, eins og Steingrímur karlinn Hermannsson. Ég man að hann sagði einhvern tíma sem forsætisráðherra að ákvörðun sem hann og félagar í stjórn stóðu að nokkru áður hefði greinilega ekki verið sú rétta. Svona hógværð vekur einhvern veginn traust þjóðarinnar. Ætli við Íslendingar höfum átt einhvern ástsælli forsætisráðherra síðan 1980? Jafnvel Davíð með allar sínar vinsældir á sínum tíma stendur honum pottþétt að baki - og var þó Steingrímur ekki fullkominn. En hann tók sjálfan sig líka ekki of alvarlega, var hreinskilinn og lítillátur.
Það hefði nú verið ágætt ef það hefði verið einhver efnahagsstjórn á tímum Sjáflstæðismanna og Framsókn.
ReplyDeleteÞá hefðu þeir ekki farið í mannaflsfreka framkvæmd eins og kárahnjúka á mesta þensluskeiði Íslandssögunnar.
Lærðu menn ekki þá hagfræði að á þensluskeiði á að spara en í kreppu á að eyða um efni fram.
Kær Kveðja
Birkir Brynjarsson
Sæll aftur Páll og hans stuðningsmenn Ragnhildur og Einar Ara.
ReplyDeleteNúna stendur yfir ögurstund íslensks samfélags, tæplega verður um það deilt.
Hér á eftir fara svör formanna stjórnmálaflokkanna við spurningunni sem Páll fjallaði um í þessum pistli.
Svar Steingríms J
“Nýta alla möguleika til aukinnar innlendrar verðmætasköpunar í hefðbundnum greinum atvinnulífs, blása nýju lífi í niðurníddar greinar eins og skipaiðnað og ullar- og skinnaiðnað, hefja áburðarframleiðslu, auka kornrækt o.s.frv. og með átaki í hvers kyns nýsköpun.“
Svar Guðjóns Arnars
„Koma í veg fyrir hrun atvinnulífsins, m.a. með aðkomu ríkisins í hlutafé og afnámi verðtryggingar lána.“
Svar Valgerðar Sverrisdóttur
„Ríkisstjórnin komi sér saman um mikilvæga og bráðnauðsynlega atvinnuuppbyggingu til að skapa ný störf í stað þeirra sem eru að glatast. Tryggja þarf að fyrirtæki sem eru í ágætum rekstri í dag fari ekki í þrot vegna tímabundins vanda. Því þarf að veita þeim aðgang að lánsfé á hagstæðum kjörum. Sveitarfélögum verði einnig gert kleift að sinna sínum verkefnum og því verði ekki dregið úr framlagi í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.“
Svar Geirs H Haarde
„Koma á virkum gjaldeyrismarkaði til að styrkja gengi krónunnar. Þá mun takast að lækka verðbólguna og vextina sömuleiðis. Einnig er brýnt að endurreisn bankakerfisins takist vel og að fyrirtæki og atvinnulífið komi starfsemi sinni í eðlilegt horf sem fyrst. Það mun gerast samhliða því að vextir lækka auk þess sem stuðla verður að uppbyggingu í atvinnulífi, t.d. í orkufrekum iðnaði.”
Svar Ingibjargar Sólrúnar
” Í fyrsta lagi skjóta stoðum undir gjaldeyrismarkað og bankakerfi. Í öðru lagi koma á virku stoðkerfi við atvinnulífið með þátttöku banka, ríkis og aðila vinnumarkaðar. Í þriðja lagi sækja um aðild að ESB svo fljótt sem auðið er.”
Páll það nefnir einn formaðurinn nýsköpun á nafn í sínu svari og það er sá sem þú valdir að draga út til að gefa í skyn að viðkomandi hefði ekki talað um nýsköpun.
Þessi pistill þinn dæmir sig sjálfur Páll. Ótrúlega ómerkileg skrif.
Ég held að það hljóti að vera verðugt rannsóknarefni fyrir sálfræðinga að skilgreina Steingríms syndromið sem virðist einkenna ansi marga og þar á meðal þig Páll.
Ég geri nú ekki miklar kröfur til þín Páll aðra en þá að það hvarfli að þér að fara rétt með svona við og við.
Það er nú sennilega rétt að ég láti þess getið hér að lokum að ég hef aldrei kosið hvorki Steingrím eða VG (einhver myndi segja því miður)en ég er óskaplega hrifinn af því að menn fari rétt með endrum og sinnum.
Góðar stundir
Páll Kristjánsson
Sælir nafnar, viðkvæmni VG hefur greinilega ekki tekið miklum breytingum enda höggvið á veikan blett.
ReplyDeletePáll Kristjánsson, þakka þér fyrir innleggið, en ég ætla að leiðrétta eitt. Ég er ekki stuðningsmaður Páls Magnússonar, heldur samherji, flokksbróðir. Orðalag þitt gæti gefið í skyn að ég hyggðist styðja Pál M. til að verða formaður Framsóknarflokksins. Ég kann því illa að mér séu gerðar upp skoðanir.
ReplyDeleteHins vegar, fyrst við Páll M. erum flokksbræður, þá er eðlilegt að skoðanir okkar fari saman í mörgu. Vera kann að þú hafir átt við þetta þegar þú sagðir "stuðningsmenn", mér finnst orðið bara óviðeigandi á þessum tímapunkti.