Saturday, December 13, 2008

Einn maður – eitt atkvæði

Það þarf að auka lýðræði í landinu. Það er auðveldlega hægt að gera með aukinni þátttöku almennings í ákvarðanatöku, t.d. með almennum íbúakosningum, og einnig verður að auka vald Alþingis á kostnað framkvæmdavaldsins. Til að byrja með mætti flytja fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins úr ráðuneytinu og setja undir fjárlaganefnd þingsins. Þannig gæti löggjafinn staðið undir nafni og unnið fjárlögin sjálfur. Löggjafinn á auðvitað að vinna fjárlögin en framkvæmdavaldið að framfylgja þeim. Þess vegna er fjárlagaskrifstofan vistuð á röngum stað í dag.


Stjórnmálaflokkarnir ættu einnig að breyta sínu skipulagi í anda aukins lýðræðis. Færa sig fjær fulltrúalýðræðinu og auka vægi hins almenna flokksmanns. Ég hef talað fyrir því að Framsóknarflokkurinn geri slíkar breytingar á sinni skipan. Þannig hafi hver flokksmaður atkvæðisrétt á flokksþingi, allir taki þátt í vali á flokksforystu og kosið verði um stærstu stefnumál í beinni kosningu félagsmanna. Með því er lýðræði í flokksstarfi aukið og allir hafa jafnt vægi í anda samvinnuhugsjónar. Einn maður – eitt atkvæði.

4 comments:

  1. Það er mjög jákvætt að sjá að frambjóðandi til formanns Framsóknarflokksins skuli telja það mikilvægt að á Íslandi sé hver maður með fullgilt atkvæði.

    Þú munt þá væntanlega beita þér fyrir leiðréttingu á gríðarlegu misvægi atkvæði á milli landshluta. Eins og ég bendi á í þessari grein:

    http://www.vefritid.is/index.php/greinasafn/hvad-tharf-marga-hafnfirdinga-til-ad-kjosa-althingisman/

    Kveðjur :)
    Þórir Hrafn

    ReplyDelete
  2. Þetta er bara ein leiðin til að halda áfram með klíkuskapinn inni í flokknum. Þetta bíður uppá að fjöldaskrá í flokkinn, mæta svo með liðið í rútum og láta kjósa. Nú eru það þeir sem starfa innan flokkanna sem kjósa um stefnuna. Páll og Björn Ingi ætla sér að búa til "sinn" flokk og er þetta liður í því.

    ReplyDelete
  3. Landið eitt atkvæði er hreinasta mynd lýðræðis. En þá vakna spurningar um hvernig raða á á lista en það er spennandi tilhugsun að hafa röðun á lista meðal kjósenda, þannig að þú ráðir röð frambjóðenda eingöngu hjá þeim flokki sem þú kyst.

    En svo er það formanskosning, er ekki bara ágætt að allir geti komið á þingið, kannski er líka hægt að hugsa sér að kjósa í póstkosningu. Hvað segir frambjóðandinn um það?

    ReplyDelete
  4. Hugmyndin er sú Halldór að þeir félagsmenn sem greiða félagsgjöld hafi rétt til að kjósa forystu, t.d. í póstkosningu eða rafrænni, líkt og Jónas nefnir. Þetta verða nokkur þúsund manns og þá hefur litla þýðingu að smala einhverju fólki í rútur.

    ReplyDelete